Smith Rowe og Nelson á förum - Chelsea náði samkomulagi við Aston Villa - Úrvalsdeildarfélög keppast um Abraham - Arsenal vill Nico Williams -...
   sun 26. maí 2024 17:39
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Amrabat: Man Utd er stærsta félag í heimi
Amrabat með enska bikarinn
Amrabat með enska bikarinn
Mynd: EPA

Miðjumaðurinn Sofyan Amrabat lék allan leikinn þegar Man Utd vann Man City í úrslitum enska bikarsins í gær.


Amrabat er á láni frá Fiorentina en hann hefur átt erfitt uppdráttar. Hann kom við sögu í 21 leik í deildinni og neyddist stundum til að spila út úr stöðu vegna meiðsla vandræða hjá liðinu.

Þrátt fyrir það er hann mjög hrifinn af United og yrði spenntur fyrir því að vera áfram.

„Fyrir mér er það svo sannarlega möguleiki að vera áfram hjá Manchester United. Við munum ræða saman, Man Utd er stærsta félag í heimi svo hver myndi ekki vilja spila fótbolta hérna?" Sagði Amrabat í samtali við Ziggo Sport.


Athugasemdir
banner
banner
banner