Newcastle leitar að mögulegum arftaka Isak - Man City aftur á eftir Livramento - Shaw til Sádi-Arabíu?
   lau 26. júlí 2025 09:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ruben Kluivert til Lyon (Staðfest)
Mynd: Lyon
Lyon hefur staðfest kaupin á hollenska varnarmanninum Ruben Kluivert frá portúgalska félaginu Casa Pia.

Kluivert er 24 ára gamall miðvörður en Lyon borgar rúmlega fjórar milljónir evra fyrir hann.

Kluivert er yngri bróðir Justin Kluivert kantmanns Bournemouth. Pabbi þeirra er hollenska goðsögnin Patrick Kluivert.

Patrick var allt öðruvísi leikmaður en Ruben en Patrick lék með liðum á borð við Barcelona á Newcastle á sínum tíma þar sem hann lék sem framherji og skoraði fjöldan allan af mörkum.

Þá spilaði hann 79 landsleiki fyrir hönd Hollands og skoraði 40 mörk.

Ruben lék 21 leik í portúgölsku deildinni á síðustu leiktíð þar sem Casa Pia hafnaði í níunda sæti.
Athugasemdir
banner
banner