Spænski framherjinn Pau Victor er genginn til liðs við portúgalska félagsins Braga frá Barcelona.
The Athletic greinir frá því að kaupverðið sé um 13 milljónir punda.
The Athletic greinir frá því að kaupverðið sé um 13 milljónir punda.
Victor er 23 ára gamall framherji en hann átti fjögur ár eftir af samningi sínum hjá Barcelona. Samkeppnin var hins vegar mikil og hann var á eftir Robert Lewandowski og Ferran Torres í goggunnarröðinni. Með komu Marcus Rashford féll hann eflaust enn neðar.
Hann gekk til liðs við Barcelona frá Girona síðasta sumar og lék 29 leiki og skoraði 2 mörk í öllum keppnum fyrir Barcelona á síðustu leiktíð.
Athugasemdir