Newcastle leitar að mögulegum arftaka Isak - Man City aftur á eftir Livramento - Shaw til Sádi-Arabíu?
   lau 26. júlí 2025 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
James tæp fyrir úrslitaleikinn
Kvenaboltinn
EM KVK 2025
Mynd: EPA
Það er óvíst hvort Lauren James, framherji enska landsliðsins, verði klár í slaginn fyrir úrslitaleikinn á EM kvenna á morgun en England mætir þar Spáni.

James var tekin af velli í hálfleik í sigri Englands gegn Ítalíu í undanúrslitum á þriðjudaginn vegna ökklameiðsla.

Hún sást kæla ökklann allan leikinn sem fór alla leið í framlengingu þar sem England stóð uppi sem sigurvegari að lokum. 2-1 urðu lokatölur.

Þessi 23 ára gamli framherji hefur skorað tvö mörk á mótinu til þessa. Sarina Wiegman, þjálfari enska landsliðsins, tjáði sig um meiðslin.

„Hún er að jafna sig. Hún er að vinna á vellinum en við munum gefa henni tíma. Ég veit ekki hvort hún verði klár en við ætlum að reyna að hafa 23 leikmenn til taks á sunnudaginn," sagði Wiegman.

Úrslitaleikurinn hefst klukkan 16 á morgun.
Athugasemdir
banner
banner