Newcastle leitar að mögulegum arftaka Isak - Man City aftur á eftir Livramento - Shaw til Sádi-Arabíu?
   lau 26. júlí 2025 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Óljóst hvenær Jón Daði verður klár
Lengjudeildin
Mynd: Selfoss
Það er ljóst að Selfyssingar þurfa að bíða enn frekar eftir því að sjá Jón Daða Böðvarsson inn á fótboltavellinum.

Jón Daði skrifaði undir samning við Selfoss fyrir tæpum mánuði síðan. Hann hefði getað undir eðlilegum kringumstæðum spilað gegn Grindavík í síðustu umferð en var þá ekki kominn með leikheimild.

Selfoss heimsækir Völsung í dag en það verður væntanlega mikil stemning á leiknum þar sem Mærudagar eru í fullum gangi á Húsavík.

Það er hins vegar ljóst að Jón Daði verður ekki með Selfossi. Bjarni Jóhannsson staðfesti í viðtali sem Selfoss birti á Instagram að Jón Daði væri að klljást við meiðsli en ómögulegt að segja hvers eðlis meiðslin eru að svo stöddu.

Selfoss er í 9. sæti með 13 stig eftir tvo sigurleiki í röð. Völsungur er aðeins stigi á undan í 7. sæti.



Athugasemdir
banner