fös 26. júní 2020 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Víðir: Marg­ir sem fara í sótt­kví
Víðir Reynisson.
Víðir Reynisson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andrea Rán.
Andrea Rán.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir greindist í gær með COVID-19. Hún er leikmaður Breiðabliks í Pepsi Max-deild kvenna og kom frá Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði þar sem hún er við nám.

Andrea tók þátt í leikjum Breiðabliks gegn Selfoss í 2. umferð og á þriðjudag gegn KR í 3. umferð deildarinnar.

„Við feng­um niður­stöðurn­ar áðan og þá fór smitrakn­ing í gang. Hún teyg­ir sig aft­ur í leik­inn sem var á þriðju­dag­inn og aðeins aft­ar en það, það eru því marg­ir sem eru að fara í sótt­kví,“ sagði Víðir Reyn­is­son yf­ir­lög­regluþjónn í kvöld­frétt­um RÚV í gærkvöldi.

Ljóst er að leikmenn Breiðabliks og KR fara í sóttkví næstu tvær vikurnar.

„Við sjá­um til eft­ir nokkra daga þegar við vit­um meira hvort all­ir þurfi að fara í sótt­kví eða hvort það sé hægt að losa einhverja úr sótt­kví," sagði Víðir. Hann segir á þessum tímapunkti ekki ljóst hvort dómarar leiksins þurfi að vera tvær vikur í sóttkví en þeir fari til að byrja með í sóttkví í óákveðinn tíma.

„Við höfðum sam­band við KSÍ þegar þetta kom upp í dag og upp­lýst­um þá um að dóm­ar­arn­ir þyrftu að fara í sótt­kví og við ger­um ráð fyr­ir að KSÍ hafi sett sig í sam­band við þá. Ef þeir eru ein­kenna­laus­ir og mæl­ast ekki já­kvæðir þurfa þeir ekki að fara í sótt­kví.“

Sam­kvæmt Víði þarf lið Sel­foss ekki að fara í sótt­kví: „Sam­kvæmt skoðun okk­ar í dag er Sel­foss ekki inn í þessu,“ sagði Víðir í kvöld­frétt­um gærdagsins á RÚV.

Sjá einnig:
Íslandsmótið í uppnámi? - Leikmaður Breiðabliks greind með Covid-19
Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra staðfestir smitið
KSÍ gefur út tilkynningu um næstu umferðir eins fljótt og mögulegt er
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner