Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 26. júní 2022 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Völdu leikmenn sem hafa valdið mestum vonbrigðum í Bestu-deildinni
Ingvar Jónsson var valinn úr Víkingi
Ingvar Jónsson var valinn úr Víkingi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nú þegar rúmlega þriðjungur er búinn af Bestu-deild karla ákváðu þeir Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson að velja þá leikmenn sem hafa valdið mestum vonbrigðum í deildinni til þessa en þeir gerðu heiðarlega tilraun til að velja einn leikmann úr hverju liði.

Einu tvö liðin sem þeir voru í töluverðu veseni með var Breiðablik og Valiur.

Blikar hafa spilað stórglæsilegan fótbolta á þessu tímabili og var ástæðan sú að enginn leikmaður liðsins væri búinn að eiga slakt tímabil.

Á meðan var erfitt að finna einn arfaslakan hjá Val þar sem þeir væru bara slakir sem heild en Aron Jóhannsson, Guðmundur Andri Tryggvason, Tryggvi Hrafn Haraldsson og Birkir Heimisson komu til greina.

Listann má sjá í heild sinni hér fér fyrir neðan.
Athugasemdir
banner
banner