Amorim langt frá því að hætta - Wirtz fundaði með City - Ensk stórlið vilja Rodrygo
Arnór Borg um VÆB fagn Vestra: Daði var að cooka inn í klefa, Róa eitthvað
Dóri Árna: Ef maður misstígur sig einu sinni þá ertu búinn
Davíð Smári eftir magnaðan sigur: Þetta er fótboltaleikur, það eru tilfinningar
Haddi: Gerum glórulaus mistök
Rúnar Kristins: Baráttuandinn og viljinn til staðar
Sjáðu síðasta víti Stjörnunnar og stemninguna hjá Kára í Akraneshöllinni
Hektor Bergmann: Þetta er besta tilfinning í heimi
Jökull eftir sigur í vító: „Eigum sittera fyrir framan markið“
Alexander Aron: Hægt að fara með þennan leik upp í KSÍ og kenna hvernig á að spila fótbolta
Maggi: Fer ekkert ofan af því að það væri fínt að fá VAR til Íslands
Elmar Kári: Draumur að fá þann heiður að taka þátt í þessu verkefni
Pressa á Jóni Þór? - „Það er alveg klárt mál"
Venni sló á létta strengi: Evrópudraumurinn er farinn
Túfa: Að mínu mati eitt af þremur bestu liðunum í Lengjudeildinni
Oliver: Þrennan hefði mátt detta
„Það eru bara hærri hlaupatölur þegar við spilum við KR en önnur lið"
Óskar Hrafn: Í dag duttum við af hjólinu
„Veit ekki hvort að menn hafi haldið að þetta kæmi að sjálfu sér"
Brynjar Kristmunds: Þurftum að bera ákveðna virðingu fyrir því
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
   mið 26. júní 2024 22:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mosfellsbæ
Úlfur Arnar: Verður gaman að kaupa í matinn á morgun
Lengjudeildin
Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis.
Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnismenn hafa spilað vel í sumar.
Fjölnismenn hafa spilað vel í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er geggjuð. Eins og ég sagði við þig síðast, þá erum við háðir þessari sigurtilfinningu og hún er alveg hrikalega góð. Ég er ofboðslega glaður," sagði Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis, eftir 0-1 sigur gegn Aftureldingu í Lengjudeildinni í kvöld.

„Ég er stoltur af strákunum."

Lestu um leikinn: Afturelding 0 -  1 Fjölnir

„Þeir eru mjög góðir að halda boltanum og við vissum að varnarleikurinn þyrfti að vera góður. Mér fannst við gera þetta frábærlega vel fyrri part fyrri hálfleiks og við áttum að skora fleiri en eitt mark á fyrstu 20 mínútum leiksins. Svo förum við aðeins að verja forskotið. Mér fannst við vera fullmikið að vera að verja forskotið og það munaði litlu að þeir næðu að jafna í lokin. Það sem skóp þennan sigur var varnarleikurinn og vinnslan í liðinu," sagði Úlfur.

Úlfur er fyrrum þjálfari Aftureldingar og þjálfaði Magnús Má Einarsson, núverandi þjálfara liðsins, á sínum tíma. Hann segir sigurinn extra sætan.

„Já, klárlega. Það er alltaf aðeins skemmtilegra að vinna þá sem þú þekkir eitthvað. Það er gaman að vinna sína gömlu félaga og ég bý í Mosfellsbæ. Krakkarnir mínir æfa hérna. Það verður gaman að fara í Krónuna á morgun og kaupa í matinn, hitta einhverja og blikka þá," sagði Úlfur.

Fjölnismenn hafa komið frekar mikið á óvart í sumar og eru í öðru sæti með jafnmörg stig og topplið Njarðvíkur. Þessi tvö lið eru svolítið að stinga af.

„Ég horfi ekkert á töfluna. Þetta gekk vel í byrjun og það var svo gaman á æfingum. Við töluðum bara um það: 'Er þetta ekki málið?' Að vinna hvern einasta leik svo það sé gaman á æfingum, að finna gleðina. Það er svo miklu skemmtilegra að vera í þessu þegar maður er að vinna. Við erum að elta þessa sigurtilfinningu."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir