Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
banner
   mið 25. júní 2025 23:54
Sölvi Haraldsson
Hörður Snævar: Helvíti fúlt að menn nenntu ekki að leggja sig fram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst frammistaðan í fyrri hálfleik skammarleg og ekki boðleg Dalvíkurliði. Við ætluðum að pressa þá allan leikinn en náum því ekki. Mér fannst það vera að koma í seinni hálfleik þegar þeir skora seinna markið.“ sagði Hörður Snævar Jónsson, þjálfari Dalvík/Reynir, beint eftir tapleik á móti Gróttu í Fótbolti.net bikarnum í kvöld.

Lestu um leikinn: Grótta 2 -  1 Dalvík/Reynir

Gróttumenn skoruðu úr víti en dómurinn var mjög umdeildur. Hörður vildi meina að aðdragandinn hafi líka verið furðulegur og að aðstoðardómarinn sá ekki að boltinn hafi farið útaf vellinum.

„Það er helvíti dýrt því að í aðdragandanum á þessum umdeilda vítaspyrnudómi stend ég við hliðarlínuna þar sem boltinn fer útaf og línuvörðurinn sér það ekki og dæmir mjög litla aukaspyrnu að mínu mati. Frammistaðan í fyrri hálfleik var það slök að sennilega áttum við ekkert meira skilið en þetta.“

Leikurinn byrjaði alls ekki á því tempói sem Hörður vildi sjá frá liðinu sínu, hann var ekki sáttur með það.

„Við höfum verið að finna það í seinustu leikjum í deildinni að þegar við byrjum á fullu gasi erum við helvíti góðir og fá lið sem standast okkur snúning þegar við erum í þeim gírnum. Við höfum llíka sýnt það í sumar að þegar við byrjum í handbremsu erum við helvíti lélegir og þannig var það hluta af leiknum í dag. Það verður að hafa það.“

Hvernig hefur mótið farið af stað fyrir Dalvíkinga?

„Upp og ofan. Við höfum átt margar mjög góðar frammistöður og unnið góða sigra. En það eru einhver töp þarna á leiðinni sem hafa verið dýrmætur lærdómur fyrir mig og liðið. Þetta er mikið breytt lið frá því í fyrra. Mér fannst takturinn vera að komast í liðið en smá mótlæti í dag. Okkur langaði drullu mikið að fara á Laugardalsvöll. Það var valkvætt að vera með í þessari keppni. Þess vegna var helvíti fúlt að menn nenntu ekki að leggja sig fram því það eru ekkert mörg tækifæri að komast á Laugardalsvöll fyrir þjálfara sem er að þjálfa í 2. deild og leikmenn. Það svíður aðeins.“

Herði lýst vel á framhaldið en segir liðið þurfa að leggja sig fram í hverjum einasta leik.

„Mér líst vel á framhaldið. Þessi deild er náttúrulega ekkert eðlilega jöfn. Við spilum við Gróttu í dag og mér fannst þeir ekkert sérstakir. Við spilum við þá í deildinni og mér fannst þeir þá besta liðið sem við höfum mætt þegar þeir voru á þeim degi í deildinni hjá sér, frábært lið. Þetta er þannig deild að þeir sem eru í kjallarabaráttunni geta vel blandað sér í toppbaráttuna. Við einhverstaðar um miðja deild þurfum svo sannarlega að mæta í alla leiki og leggja okkur fram í alla leiki annars sogumst við bara niður í einhverja vitleysu.“

Viðtalið við Hörð Snævar má finna í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner