Liverpool leitar að sóknarmanni og blandar sér í baráttuna um Ekitike - Newcastle segir Isak ekki til sölu
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
   mið 25. júní 2025 23:08
Brynjar Óli Ágústsson
Andri Þór þreyttur eftir framlengingu: Ekki það sem við þurftum fyrir langt ferðalag til Akureyrar
Andri Þór Grétarsson, markvörður Ægis
Andri Þór Grétarsson, markvörður Ægis
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

„Mjög þreyttur, þetta var alveg maraþonsleikur. Kannski ekki það sem við þurftum fyrir langt ferðalag til Akureyrar núna um helgina. Ógeðslega gott að klára þetta, við spiluðum til dæmis bikarleik í Mjólkurbikarnum þar sem við lentum í framlengingu og töpuðum þar, þannig það var ljúft að vinna í þetta skiptið.'' segir Andri Þór Grétarsson, leikmaður Ægis, sem var valinn maður leiksins eftir 1-2 sigur gegn Hauka eftir framlengingu í 1. umferð Fótbolta.net bikarsins.


Lestu um leikinn: Haukar 1 -  2 Ægir

„Þetta var svona hálft byrjunarlið, en menn þurfa að stíga upp og þeir gerðu það í seinni hálfleik fannst mér. Svo var þetta bara aldrei spurning í framlengingu fannst mér.''

Leikurinn fór alla leið í framlengingu og þreytan fór að sjást í leikmönnum.

„Það var umferð á laugardaginn síðasta, núna á miðvikudaginn og svo erum við að fara aftur á sunnudaginn. Þannig það er bara álag og það þarf bara að nota hópinn og aðrir menn að stíga upp,''

Arnar var spurður út í hvort hann hefði viljað að leikurinn færi í vítaspyrnukeppni sem markvörður.

„Ég var að pæla í því í framlengingunni, hugurinn er farinn að pæla í vítaspyrnunum, hvert á maður að fara og svona. En við tökum sigurinn.''

Arnar var spurður út í markmið Ægis fyrir Fótbolta.net bikarinn.

„Já, að sjálfsögðu að komast á Hybrid grasið á Laugardalsvelli. Þetta lýtur ógeðslega vel út og við ætlum að komast eins langt og við getum.'' segir Andri í lokinn.

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner