Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
   mið 25. júní 2025 23:08
Brynjar Óli Ágústsson
Andri Þór þreyttur eftir framlengingu: Ekki það sem við þurftum fyrir langt ferðalag til Akureyrar
Andri Þór Grétarsson, markvörður Ægis
Andri Þór Grétarsson, markvörður Ægis
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

„Mjög þreyttur, þetta var alveg maraþonsleikur. Kannski ekki það sem við þurftum fyrir langt ferðalag til Akureyrar núna um helgina. Ógeðslega gott að klára þetta, við spiluðum til dæmis bikarleik í Mjólkurbikarnum þar sem við lentum í framlengingu og töpuðum þar, þannig það var ljúft að vinna í þetta skiptið.'' segir Andri Þór Grétarsson, leikmaður Ægis, sem var valinn maður leiksins eftir 1-2 sigur gegn Hauka eftir framlengingu í 1. umferð Fótbolta.net bikarsins.


Lestu um leikinn: Haukar 1 -  2 Ægir

„Þetta var svona hálft byrjunarlið, en menn þurfa að stíga upp og þeir gerðu það í seinni hálfleik fannst mér. Svo var þetta bara aldrei spurning í framlengingu fannst mér.''

Leikurinn fór alla leið í framlengingu og þreytan fór að sjást í leikmönnum.

„Það var umferð á laugardaginn síðasta, núna á miðvikudaginn og svo erum við að fara aftur á sunnudaginn. Þannig það er bara álag og það þarf bara að nota hópinn og aðrir menn að stíga upp,''

Arnar var spurður út í hvort hann hefði viljað að leikurinn færi í vítaspyrnukeppni sem markvörður.

„Ég var að pæla í því í framlengingunni, hugurinn er farinn að pæla í vítaspyrnunum, hvert á maður að fara og svona. En við tökum sigurinn.''

Arnar var spurður út í markmið Ægis fyrir Fótbolta.net bikarinn.

„Já, að sjálfsögðu að komast á Hybrid grasið á Laugardalsvelli. Þetta lýtur ógeðslega vel út og við ætlum að komast eins langt og við getum.'' segir Andri í lokinn.

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner