Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   sun 26. júlí 2020 18:59
Helgi Fannar Sigurðsson
Hólmar Örn: Þurfum að fara að skora eitthvað
Hólmar Örn Rúnarsson.
Hólmar Örn Rúnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
„Mér fannst við eiga virkilega góðan fyrri hálfleik þar sem við fengum færi til að skora og komast yfir. Það hefur svolítið vantað hjá okkur í leikina að komast yfir því yfirleitt höfum við fengið fyrsta færið í leiknum sem hefur gengið illa að nýta. Síðan þegar að við fáum á okkur mörk verðum við svolítið litlir,” sagði Hólmar Örn Rúnarsson, spilandi þjálfari Víðis, eftir 0-2 tap gegn Haukum í dag.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Haukar komu sterkari inn í þann seinni og kláruðu leikinn með mörkum frá Kristófer Dan Þórðarsyni og Tómasi Leó Ásgeirssyni.

„Mörkin sem við fáum á okkur eru keimlík. Það koma fyrirgjafir sem við náum að leysa illa.”

Víðir hefur hingað til átt nokkuð slappt tímabil. Liðið er með 6 stig í 10.sæti eftir átta umferðir. Þá er markatala liðsins vægast sagt slæm. 4:23.

„Við þurfum í fyrsta lagi að fara að halda hreinu og við erum að vinna í því að reyna að laga varnarleikinn,” sagði Hólmar og bætti við að það þyrfti líka að laga sóknarleikinn.

„Að sjálfsögðu þurfum við líka að fara að skora eitthvað. Við höfum ekki verið að fá mýmörg færi en færin sem við fáum eru virkilega góð og við þurfum að taka þau ef við ætlum að fara að fá einhver stig.”

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner