Man Utd tilbúið að hlusta á tilboð í Rashford og Martínez - Arteta vill Vlahovic - Ashworth gæti tekið til starfa hjá Arsenal
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
banner
   sun 26. júlí 2020 18:59
Helgi Fannar Sigurðsson
Hólmar Örn: Þurfum að fara að skora eitthvað
Hólmar Örn Rúnarsson.
Hólmar Örn Rúnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
„Mér fannst við eiga virkilega góðan fyrri hálfleik þar sem við fengum færi til að skora og komast yfir. Það hefur svolítið vantað hjá okkur í leikina að komast yfir því yfirleitt höfum við fengið fyrsta færið í leiknum sem hefur gengið illa að nýta. Síðan þegar að við fáum á okkur mörk verðum við svolítið litlir,” sagði Hólmar Örn Rúnarsson, spilandi þjálfari Víðis, eftir 0-2 tap gegn Haukum í dag.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Haukar komu sterkari inn í þann seinni og kláruðu leikinn með mörkum frá Kristófer Dan Þórðarsyni og Tómasi Leó Ásgeirssyni.

„Mörkin sem við fáum á okkur eru keimlík. Það koma fyrirgjafir sem við náum að leysa illa.”

Víðir hefur hingað til átt nokkuð slappt tímabil. Liðið er með 6 stig í 10.sæti eftir átta umferðir. Þá er markatala liðsins vægast sagt slæm. 4:23.

„Við þurfum í fyrsta lagi að fara að halda hreinu og við erum að vinna í því að reyna að laga varnarleikinn,” sagði Hólmar og bætti við að það þyrfti líka að laga sóknarleikinn.

„Að sjálfsögðu þurfum við líka að fara að skora eitthvað. Við höfum ekki verið að fá mýmörg færi en færin sem við fáum eru virkilega góð og við þurfum að taka þau ef við ætlum að fara að fá einhver stig.”

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner