Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
   sun 26. júlí 2020 18:59
Helgi Fannar Sigurðsson
Hólmar Örn: Þurfum að fara að skora eitthvað
Hólmar Örn Rúnarsson.
Hólmar Örn Rúnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
„Mér fannst við eiga virkilega góðan fyrri hálfleik þar sem við fengum færi til að skora og komast yfir. Það hefur svolítið vantað hjá okkur í leikina að komast yfir því yfirleitt höfum við fengið fyrsta færið í leiknum sem hefur gengið illa að nýta. Síðan þegar að við fáum á okkur mörk verðum við svolítið litlir,” sagði Hólmar Örn Rúnarsson, spilandi þjálfari Víðis, eftir 0-2 tap gegn Haukum í dag.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Haukar komu sterkari inn í þann seinni og kláruðu leikinn með mörkum frá Kristófer Dan Þórðarsyni og Tómasi Leó Ásgeirssyni.

„Mörkin sem við fáum á okkur eru keimlík. Það koma fyrirgjafir sem við náum að leysa illa.”

Víðir hefur hingað til átt nokkuð slappt tímabil. Liðið er með 6 stig í 10.sæti eftir átta umferðir. Þá er markatala liðsins vægast sagt slæm. 4:23.

„Við þurfum í fyrsta lagi að fara að halda hreinu og við erum að vinna í því að reyna að laga varnarleikinn,” sagði Hólmar og bætti við að það þyrfti líka að laga sóknarleikinn.

„Að sjálfsögðu þurfum við líka að fara að skora eitthvað. Við höfum ekki verið að fá mýmörg færi en færin sem við fáum eru virkilega góð og við þurfum að taka þau ef við ætlum að fara að fá einhver stig.”

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner