Napoli hefur áhuga á Grealish - Tottenham horfir til Mainoo - Real Madrid til í að opna veskið fyrir Rodri
Donni: Leikplanið gekk upp
„Áttum alveg að mínu mati eitthvað meira skilið"
Jóhann Kristinn: Verð að líta í eigin barm
„Svæfði okkur einhvern veginn"
Pétur Rögnvalds: Stelpurnar voru með mikla yfirburði í fyrri hálfleik
Nik: Stelpurnar voru ferskar og í góðu formi
Gunni Einars: Ekki sýnt í seinustu tveim leikjum að við eigum erindi að fara upp
Agla María: Held að margir leikmenn hafi verið orðnir þreyttir
Óli Kri: Vantaði að koma þessu öðru marki inn til að skapa smá spennu
Jói B: Þeir sem eru með ÍR tattú verða að vera í ÍR
Reynir Haralds: Ástríðan farin að minnka og vildi klára hringinn heima
Fyrsti leikur Óskars sem Víkingur: „Hafði trú á að við myndum jafna“
Jónatan tók eitt fyrir liðið: „Ekki þægilegt, en þess virði“
Gylfa fórnað: „Fannst henta liðinu að vera með meiri hraða“
Túfa: Höfðum ekki verið á toppnum í 1435 daga
5. deild: Stórsigrar hjá Uppsveitum og Spyrni
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
   sun 26. júlí 2020 18:59
Helgi Fannar Sigurðsson
Hólmar Örn: Þurfum að fara að skora eitthvað
Hólmar Örn Rúnarsson.
Hólmar Örn Rúnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
„Mér fannst við eiga virkilega góðan fyrri hálfleik þar sem við fengum færi til að skora og komast yfir. Það hefur svolítið vantað hjá okkur í leikina að komast yfir því yfirleitt höfum við fengið fyrsta færið í leiknum sem hefur gengið illa að nýta. Síðan þegar að við fáum á okkur mörk verðum við svolítið litlir,” sagði Hólmar Örn Rúnarsson, spilandi þjálfari Víðis, eftir 0-2 tap gegn Haukum í dag.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Haukar komu sterkari inn í þann seinni og kláruðu leikinn með mörkum frá Kristófer Dan Þórðarsyni og Tómasi Leó Ásgeirssyni.

„Mörkin sem við fáum á okkur eru keimlík. Það koma fyrirgjafir sem við náum að leysa illa.”

Víðir hefur hingað til átt nokkuð slappt tímabil. Liðið er með 6 stig í 10.sæti eftir átta umferðir. Þá er markatala liðsins vægast sagt slæm. 4:23.

„Við þurfum í fyrsta lagi að fara að halda hreinu og við erum að vinna í því að reyna að laga varnarleikinn,” sagði Hólmar og bætti við að það þyrfti líka að laga sóknarleikinn.

„Að sjálfsögðu þurfum við líka að fara að skora eitthvað. Við höfum ekki verið að fá mýmörg færi en færin sem við fáum eru virkilega góð og við þurfum að taka þau ef við ætlum að fara að fá einhver stig.”

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner