mán 26. júlí 2021 17:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Albert ánægður með ákvörðun Ragga - „Geðveikt að fá hann aftur heim í okkar klúbb"
Raggi í leik með Fylki
Raggi í leik með Fylki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albert Brynjar Ingason, sóknarmaður Kórdrengja, var spurður út í ákvörðun Ragnars Sigurðssonar að semja við Fylki sem miðvörðurinn tók á dögunum.

Albert var gestur í Chess After Dark í síðustu viku og tókst meðal annars að vinna skák í þremur leikjum. Þáttinn má nálgast hér neðst í fréttinni.

Albert sat fyrir svörum á meðan hann var að tefla og ein spurningin var út í heimkomu góðvinar síns Ragnars.

„Ég er mjög ánægður að Raggi valdi Fylki. Ég hefði auðvitað viljað fá hann í Kórdrengina en þetta move segir mér að hann ætlar að reyna komast aftur í landsliðið. Auðvitað hef ég fulla trú á að Kórdrengir komist í Pepsi en hann fengi ekki að fara aftur í landsliðið ef hann væri í fyrstu deildinni," sagði Albert.

„Hann tekur þetta move til að eiga möguleika á að spila fyrir landsliðið og þetta er uppeldisklúbburinn hans og minn þannig það er geðveikt að fá hann aftur heim í okkar klúbb."

Raggi sagði í viðtali við Fótbolta.net í síðustu viku að hann hafi tekið ákvörðunina með það í huga að geta spilað aftur fyrir landsliðið. Hann hafði fyrr í sumar æft með Víkingi og Kórdrengjum.

Viðtalið við Ragga:
Raggi Sig segir áhugann hafa verið lítinn: Vildi ekki loka á landsliðið


Athugasemdir
banner
banner
banner