mán 26. júlí 2021 13:30
Elvar Geir Magnússon
Blikar geta tekið á móti 700 áhorfendum gegn Austria Vín
Viktor Karl Einarsson í fyrri leiknum.
Viktor Karl Einarsson í fyrri leiknum.
Mynd: Getty Images
Miðasala á leik Breiðabliks og Austria Vín í Sambandsdeildinni er farin af stað í gegnum tix.is en búast má við spennandi leik á Kópavogsvelli á fimmtudaginn.

Leikurinn hefst klukkan 17:30 en leiktímanum var breytt eftir að sjónvarpsréttur leiksins var seldur til austurríska sjónvarpsins.

Eftir að nýjustu samkomutakmarkanir tóku gildi er ljóst að Breiðablik getur tekið á móti 700 áhorfendum á leikinn í fjórum sóttvarnarhólfum.

„Við hvetjum alla Blika til að tryggja sér miða við fyrsta tækifæri og styðja strákana til sigurs gegn austurríska stórveldinu.," segir í tilkynningu Blika á heimasvæði félagsins á Facebook.

Til sölu eru sérstakir VIP miðar fyrir svanga og þyrsta en þar verða í boði veitingar frá 16:30. Af sóttvarnarástæðum, verður Blikasjoppan því miður lokuð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner