þri 26. júlí 2022 14:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: ÍBV 
Auður Scheving aftur til Eyja (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving hefur verið lánuð til ÍBV út tímabilið. Auður er samningsbundin Val og var á láni hjá Aftureldingu fyrri hluta tímabilsins.

Auður var kölluð inn í A-landsliðið sem tók þátt í EM fyrr í þessum mánuði þegar Cecilía Rán Rúnarsdóttir meiddist á landsliðsæfingu. Hún var í leikmannahópi landsliðsins í öllum þremur leikjum Íslands á mótinu.

Auður, sem verður tvítug í næsta mánuði, þekkir vel til í Vestamannaeyjum því hún hefur verið þar á láni undanfarin tvö ár. Guðný Geirsdóttir lék fyrstu 8 deildarleiki ÍBV á tímabilinu áður en hún meiddist í bikarleik gegn Stjörnunni og er hún enn frá vegna þeirra meiðsla.

„Mikil ánægja er með komu Auðar til ÍBV og býst knattspyrnudeildin við miklu af Auði sem hefur verið ein af betri markvörðum Íslands síðustu ár," segir í frétt á ÍBV sport.

ÍBV er í 4. sæti Bestu deildarinnar, með sautján stig eftir tíu leiki. Næsti leikur liðsins er gegn Selfossi eftir rúma viku.

Sjá einnig:
ÍBV fær bandarískan sóknarmann (Staðfest)
Nýjasti EM-farinn: Meistari með strákum og er stjúpdóttir Steina
Athugasemdir
banner
banner
banner