Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 09. júlí 2022 14:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Crewe
Nýjasti EM-farinn: Meistari með strákum og er stjúpdóttir Steina
Icelandair
Auður Scheving.
Auður Scheving.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Auður hefur áður verið í landsliðshóp.
Auður hefur áður verið í landsliðshóp.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrsta stórmótið hjá Auði sem verður tvítug á árinu.
Fyrsta stórmótið hjá Auði sem verður tvítug á árinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var tilkynnt fyrr í dag að búið væri að gera breytingu á landsliðshópi Íslands fyrir fyrsta leik á Evrópumótinu.

Markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir er puttabrotin og getur ekki tekið neinn þátt á mótinu. Inn í hópinn í hennar stað kemur Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving, markvörður Aftureldingar í Bestu deildinni.

Þetta er gríðarlega svekkjandi fyrir hina 18 ára gömlu Cecilíu sem var á sínu fyrsta stórmóti.

Auður, sem kemur til móts við hópinn í dag, fer líka á sitt fyrsta stórmót.

Hver er nýi EM-farinn?
Auður verður tvítug í næsta mánuði en hún er þrátt fyrir ungan aldur búin að sanka að sér mikilli reynslu - rétt eins og Cecilía.

Auður fór upp í gegnum alla yngri flokkana hjá Val og þar er erfitt að vinna sér inn sæti í byrjunarliðinu því þar er hún samkeppni við aðalmarkvörð landsliðsins, Söndru Sigurðardóttur. Auður hefur því verið lánuð annað undanfarin þrjú tímabil.

Hún var virkilega öflug fyrir ÍBV 2020 og 2021. Var hún einn besti markvörður Bestu deildarinnar bæði þessi tímabil. Hún var svo lánuð í Aftureldingu fyrir þetta tímabil og hefur hún byrjað ágætlega í Mosfellsbænum.

Hjálpaði strákunum að verða Reykjavíkurmeistarar
Auður var mjög öflug í yngri flokkunum og var hún á sínum tíma fengin til að hjálpa strákunum í 3. flokki Vals. Það var enginn markvörður í því liði árið 2018 og því var Auður fengin til að leysa hlutverkið.

Hún stóð vaktina í markinu þegar Valur vann 3-1 sigur á Fylki í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í 3. flokki karla, og gerði það af stakri prýði.

Auður ræddi um það hvernig það var að spila með strákum í Heimavellinum í þætti sem er hægt að hlusta á hér neðst í fréttinni.

Er stjúpdóttir hans Steina
Auður þekkir Þorstein Halldórsson, landsliðsþjálfara, mjög vel því hún er stjúpdóttir hans. Sæbjörn Steinke spurði Steina fyrr á þessu ári út í umræðu sem hefur komið upp þegar hann hefur valið Auði í landsliðið.

„Fyrir mér... Ísland er lítið land, tengsl hér og þar. Pabbi Telmu [Ívarsdóttur] er æskuvinur minn. Þetta er bara litla Ísland, ég ætla ekki refsa henni fyrir það að ég sé að sofa hjá mömmu hennar," sagði Steini.

Auður kemur til móts við hópinn í dag
Auður kemur til móts við hópinn í dag og mun hjálpa liðinu á æfingum og í aðdraganda leikja ásamt Telmu Ívarsdóttur. Sandra er aðalmarkvörður og verður það á þessu móti. Það er núna 110 prósent þegar ljóst er að Cecilía verður ekki með á mótinu.

Ísland hefur leik á mótinu á morgun með leik á móti Belgíu og er það auðvitað gríðarlega mikilvægur leikur.

Leikir Íslands á EM:
10. júlí gegn Belgíu (Academy Stadium, Manchester)
14. júlí gegn Ítalíu (Academy Stadium, Manchester)
18. júlí gegn Frakklandi (New York Stadium, Rotherham)
Heimavöllurinn: Flikk flakk og hreint lak í Eistlandi
Athugasemdir
banner
banner
banner