
Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður Wolfsburg og íslenska landsliðsins, á enn hraðasta sprettinn á Evrópumótinu þegar þrír leikir eru eftir af mótinu.
Undanúrslitin hefjast í kvöld með leik Englands og Svíþjóðar. Svo mætast Frakkland og Þýskaland í hinum undanúrslitaleiknum annað kvöld.
Sveindís átti hraðasta sprettinn eftir fyrstu umferð riðlakeppninnar þar sem hún átti sprett í leiknum gegn Belgíu sem mældist á 31,7 kílómetra hraða á klukkustund..
Þetta hefur ekki verið bætt; Sveindís er langefst á listanum yfir leikmenn sem hafa hlaupið hraðasta á þessu móti.
Næst er Delphine Cascarino frá Frakklandi sem átti sprett sem mældist á 30,9 kílómetra hraða á klukkustund. Sveindís er sú eina sem fer yfir 31.
Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19:00.
Athugasemdir