Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   þri 26. júlí 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Þróttur fær ungan kantmann frá Póllandi (Staðfest)
Köttarar vilja sjá sína menn fara aftur upp í Lengjudeildina.
Köttarar vilja sjá sína menn fara aftur upp í Lengjudeildina.
Mynd: Raggi Óla

Þróttur R. hefur fengið pólska kantmanninn Ernest Slupski til liðs við sig fyrir komandi átök í toppbaráttu 2. deildar.


Ernest er fæddur 2001 og er vinstri kantmaður að upplagi en getur einnig leikið hægra megin.

Hann kemur á frjálsri sölu frá Sokol Ostroda sem féll úr pólsku C-deildinni á síðustu leiktíð. Kantmaðurinn ungi skoraði tvö mörk og gaf tvær stoðsendingar í 32 leikjum.

Þróttur er í þriðja sæti með 26 stig eftir 13 umferðir, tveimur stigum eftir Ægi í baráttunni um annað sætið. Völsungur og Haukar fylgja Þrótti en eru í hæfilegri fjarlægð eins og sést á stöðutöflunni hér fyrir neðan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner