Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
   þri 26. ágúst 2025 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Spá því að Garnacho verði leikmaður Chelsea þrátt fyrir pattstöðuna
Garnacho og Amorim.
Garnacho og Amorim.
Mynd: EPA
Chelsea og Manchester United hafa haldið áfram viðræðum sín á milli um Alejandro Garnacho. TalkSPORT fjallar um málið í dag.

Búist er við því að Argentínumaðurinn verði orðinn leikmaður Chelsea fyrir lok félagaskiptagluggans en hann lokar næsta mánudag.

Man Utd vill fá 50 milljónir punda fyrir leikmanninn. Chelsea hefur lagt fram nokkur tilboð en þeim hefur öllum verið hafnað þar sem upphæðin hefur ekki verið nálægt 50 milljónum punda.

Garnacho er sagður vera búinn að ná samkomulagi við Chelsea um kjör. Garnacho er ekki í plönum Ruben Amorim hjá United. Þessi 21 árs kantmaður spilaði ekkert á undirbúningstímabilinu og var ekki hluti af leikmannahópi United í fyrstu tveimur umferðum úrvalsdeildarinnar.

Chelsea er einnig orðað við Xavi Simons hjá RB Leipzig en ekkert samkomulag er þar í höfn. Leipzig er í viðræðum við Chelsea vegna Cristopher Nkunku sem Chelsea keypti einmitt frá Leipzig árið 2023.
Athugasemdir