Gísli Eyjólfsson, leikmaður Halmstad í Svíþjóð, þurfti að fara af velli í lok fyrri hálfleiks gegn Elfsborg í sænsku úrvalsdeildinni í gær. Gísli haltraði af velli vegna hnémeiðsla.
„Ég fékk högg á hnéð á meðan löppin var í gervigrasinu, alvöru tækling sem jaðraði alveg við rautt en hann slapp við gult. Ég fór í skoðun á hnénu í morgun og það er talið að krossbandið og liðböndin séu í lagi," segir Gísli við Fótbolta.net sem fór af velli skömmu eftir að Halmstad komst yfir með marki úr vítaspyrnu.
Sem stendur er ekki talin þörf á myndatöku. „Læknirinn segir að ég ætti að vera klár aftur innan tveggja vikna."
„Ég fékk högg á hnéð á meðan löppin var í gervigrasinu, alvöru tækling sem jaðraði alveg við rautt en hann slapp við gult. Ég fór í skoðun á hnénu í morgun og það er talið að krossbandið og liðböndin séu í lagi," segir Gísli við Fótbolta.net sem fór af velli skömmu eftir að Halmstad komst yfir með marki úr vítaspyrnu.
Sem stendur er ekki talin þörf á myndatöku. „Læknirinn segir að ég ætti að vera klár aftur innan tveggja vikna."
Lokatölur í leiknum urðu 1-2 fyrir gestunum í Halmstad. Ari Sigurpálsson var í byrjunarliði Elfsborg en fór af velli í hálfleik. Júlíus Magnússon var sömuleiðis í byrjunarliði Eflsborg og skoraði jöfnunarmarkið á 66. mínútu og lék allan tímann. Sigurmark Halmstad kom á 85. mínútu.
Sigurinn var mikilvægur fyrir Halmstad sem er núna þremur stigum fyrir ofan fallsvæðið.
Gísli, sem er 31 árs miðjumaður, missir líklega af leiknum gegn Mjällby um næstu helgi og ætti að vera klár eftir landsleikjahlé þegar Íslendingalið Norrköping kemur í heimsókn.
Athugasemdir