Enska fótboltasambandið er að rannsaka borða sem stuðningsmenn Crystal Palace héldu upp í 1-1 jafnteflisleiknum gegn Nottingham Forest.
Borðinn þykir einstaklega óviðeigandi en á honum er mynd af Evanghelos Marinakis, grískum eiganda Nottingham Forest, halda byssu að höfði Morgan Gibbs-White, fyrirliða Forest.
Við Gibbs-White er talblaðra þar sem stendur: „Herra Marinakis tengist ekki fjárkúgun, hagræðingu leikja, fíkniefnasmygli eða spillingu!"
Marinakis hefur stöðugt neitað öllum ásökunum um slíka hluti.
Borðinn þykir einstaklega óviðeigandi en á honum er mynd af Evanghelos Marinakis, grískum eiganda Nottingham Forest, halda byssu að höfði Morgan Gibbs-White, fyrirliða Forest.
Við Gibbs-White er talblaðra þar sem stendur: „Herra Marinakis tengist ekki fjárkúgun, hagræðingu leikja, fíkniefnasmygli eða spillingu!"
Marinakis hefur stöðugt neitað öllum ásökunum um slíka hluti.
Samkvæmt reglum eru borðar sem eru „ögrandi, niðurlægjandi eða kveikja í deilum“ bannaðir í deildinni.
Margir stuðningsmenn Crystal Palace eru reiðir yfir því að liðið missti sæti sitt í Evrópudeildinni og færðist niður í Sambandsdeildina. Forest tók sæti Palace í Evrópudeildinni.
John Textor, sem átti hlut í Palace, er eigandi Lyon sem er í sömu keppni. Lyon fær að halda sætinu þar sem liðið hafnaði ofar í sinni deildarkeppni en Palace. Palace áfrýjaði dómnum til CAS, alþjóða íþróttadómstólsins, en hann staðfesti niðurstöðu UEFA.
Athugasemdir