Tottenham reynir við Savinho og Paz - Ensk stórlið vilja Rodrygo - Donnarumma með munnlegt samkomulag við City
   mán 25. ágúst 2025 10:35
Elvar Geir Magnússon
Neville telur að Sesko eigi langt í land - Mainoo í samkeppni við Bruno
Sesko á æfingu hjá Manchester United.
Sesko á æfingu hjá Manchester United.
Mynd: Man Utd
Benjamin Sesko kom inn sem varamaður hjá Manchester United í 1-1 jafnteflinu gegn Fulham í gær. Sesko var keyptur á 74 milljónir punda frá RB Leipzig en Gary Neville, fyrrum fyrirliði United, telur að hann eigi talsvert í land að venjast og aðlagast nýrri deild.

„Sem stendur er Sesko ekki nálægt því að vera klár í líkamlegar kröfur og hraða ensku deildarinnar. Auðvitað er mikið kallað eftir því að hann spili," segir Neville.

„Rúben Amorim verður að fá Sesko inn á móti Grimsby í deildabikarnum á miðvikudag og láta hann spila 90 mínútur. Þá gæti hann byrjað gegn Burnley á laugardag því hann þarf nauðsynlega að fá spiltíma."

Mainoo sár og svekktur
Annað sem hefur verið talsvert í umræðunni eftir leikinn er að Kobbie Mainoo var ónotaður varamaður. Miðjumaðurinn ungi virðist ekki hátt skrifaður hjá Rúben Amorim og á myndbandi sést að leikmaðurinn var sár og svekktur yfir því að hafa ekki fengið að spila.

„Hann er að berjast við Bruno Fernandes um stöðu í liðinu sem stendur. Hann verður bara að berjast fyrir sæti í liðinu eins og þetta á að vera hjá Manchester United. Hann mun spila með Bruno eitthvað en sem stendur er hann í samkeppni við hann," segir Amorim.


Athugasemdir
banner
banner