Tottenham birti fyrir nokkru skemmtilegt myndband á samfélagsmiðlum sínum þar sem Pedro Porro, bakvörður liðsins, keppist við að nefna fótboltamenn frá hinum ýmsu löndum.
Með honum í myndbandinu er Danny Aarons, sem er vinsæl samfélagsmiðlastjarna í Bretlandi.
Með honum í myndbandinu er Danny Aarons, sem er vinsæl samfélagsmiðlastjarna í Bretlandi.
Í myndbandinu eru þeir með fánafilter þar sem ýmsir fánar koma upp og eiga þeir að nefna fótboltamann út frá þjóðfánanum sem kemur upp hverju sinni.
Á einum tímapunkti í myndbandinu kemur íslenski fáninn upp en Porro gat ekki nefnt leikmann frá Íslandi þó þeir hafi nokkrir spilað fyrir Tottenham; Eiður Smári Guðjohnsen, Guðni Bergsson og Gylfi Þór Sigurðsson.
Fyrir að geta ekki nefnt neinn fótboltamann frá Íslandi, þá fékk Porro selbita frá samfélagsmiðlastjörnunni.
Hér fyrir neðan má sjá þetta myndband.
@spursofficial The duo we didn’t know we needed ????
? suara asli - spursofficial
Athugasemdir