Tottenham reynir við Savinho og Paz - Ensk stórlið vilja Rodrygo - Donnarumma með munnlegt samkomulag við City
banner
   mán 25. ágúst 2025 10:08
Elvar Geir Magnússon
Versta byrjun stjóra í sögu Rangers
Russell Martin, fyrrum stjóri Southampton, fer illa af stað í Glasgow.
Russell Martin, fyrrum stjóri Southampton, fer illa af stað í Glasgow.
Mynd: EPA
Rangers í Glasgow fer illa af stað á tímabilinu og hefur gert jafntefli í öllum þremur deildarleikjum sínum í Skotlandi. Spjótin beinast að stjóranum Russell Martin sem tók við liðinu í sumar.

Þetta er versta byrjun Rangers í 36 ár og með aðeins þrjá sigra í fyrstu níu leikjunum með stjórnartaumana er Martin með verstu byrjun sem stjóri Rangers í sögu félagsins.

Það fór í taugarnar á mörgum stuðningsmönnum Rangers að eftir 1-1 jafntefli gegn St Mirren um helgina tók Martin sjálfur enga ábyrgð á slæmri byrjun liðsins. Hann gagnrýndi eigin leikmenn og sagði þá ekki bregðast við skipunum sínum.

Það eru heldur betur stórir leiki fyrir Martin framundan en liðið mætir Club Brugge frá Belgíu í umspili fyrir Meistaradeildina á fimmtudaginn. Belgíska liðið vann fyrri leikinn 3-1 og á heimaleikinn eftir.

Á sunnudaginn er það svo Old Firm slagurinn, Rangers tekur á móti Celtic í skosku deildinni.
Athugasemdir
banner