Tottenham reynir við Savinho og Paz - Ensk stórlið vilja Rodrygo - Donnarumma með munnlegt samkomulag við City
   mán 25. ágúst 2025 11:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mainoo á förum frá Man Utd?
Kobbie Mainoo.
Kobbie Mainoo.
Mynd: EPA
Kobbie Mainoo er tilbúinn að yfirgefa Manchester United fyrir gluggalok ef félagið fær nægilega gott tilboð í hann.

Þetta herma heimildir talkSPORT.

Mainoo, sem var rísandi stjarna hjá Man Utd, hefur verið ónotaður varamaður í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins. Í kerfi Rúben Amorim er hann í samkeppni við Bruno Fernandes, fyrirliða liðsins.

Mainoo hefur spilað 72 leiki fyrir aðallið United og var í stóru hlutverki hjá Erik ten Hag. Það er hins vegar ekki sama staða hjá Amorim sem er með færri miðjumenn í sínu kerfi.

Mainoo er uppalinn hjá United er tilbúinn að fara ef félagið fær nægilega gott tilboð.


Athugasemdir
banner