Kobbie Mainoo er tilbúinn að yfirgefa Manchester United fyrir gluggalok ef félagið fær nægilega gott tilboð í hann.
Þetta herma heimildir talkSPORT.
Þetta herma heimildir talkSPORT.
Mainoo, sem var rísandi stjarna hjá Man Utd, hefur verið ónotaður varamaður í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins. Í kerfi Rúben Amorim er hann í samkeppni við Bruno Fernandes, fyrirliða liðsins.
Mainoo hefur spilað 72 leiki fyrir aðallið United og var í stóru hlutverki hjá Erik ten Hag. Það er hins vegar ekki sama staða hjá Amorim sem er með færri miðjumenn í sínu kerfi.
Mainoo er uppalinn hjá United er tilbúinn að fara ef félagið fær nægilega gott tilboð.
???? ????????????: Kobbie Mainoo is considering LEAVING Manchester United in the final week of the window if a suitable offer arrives!
— The Touchline | ???? (@TouchlineX) August 25, 2025
— @alex_crook pic.twitter.com/jSEIhS1R5b
Athugasemdir