Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 26. september 2020 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Þór, ÍBV og Grindavík þurfa sigra
Fréttin hefur verið uppfærð - Leikjum frestað
FH og KR eru í harðri fallbaráttu í Pepsi Max-deild kvenna.
FH og KR eru í harðri fallbaráttu í Pepsi Max-deild kvenna.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Þór og ÍBV þurfa sigra í dag.
Þór og ÍBV þurfa sigra í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Það er nóg um að vera í íslenska boltanum í dag þar sem þrír leikir eru á dagskrá í Pepsi Max-deild kvenna og fimm í Lengjudeild karla.

Í efstu deild kvenna er nóg um að vera þar sem Valur á leik í titilbaráttunni. Selfoss freistar þess að taka þriðja sætið af Fylki á meðan FH og Þór/KA mætast í svakalegum fallbaráttuslag.

Búið er að fresta leik Breiðabliks og ÍBV í Pepsi Max-deild kvenna. Hann hefur verið settur á klukkan 14 á sunnudag.

Í Lengjudeild karla er gífurlega mikil spenna þar sem ÍBV, Þór og Grindavík þurfa nauðsynlega að sigra til að halda sér í toppbaráttunni.

Fram og Leiknir R. freista þess að reyna að stinga næstu lið fyrir neðan af í toppbaráttunni. Þá er einnig mikil spenna í fallbaráttunni, þar sem Víkingur Ólafsvík getur svo gott sem bjargað sér með sigri gegn Leikni F. í Fjarðabyggðarhöllinni.

Þá eru einnig leikir á dagskrá í Lengjudeild kvenna og 3. deild karla auk mikilvægra úrslitaleikja í 4. deildinni.

Búið er að fresta leik KFS og Hamars í úrslitakeppni 4. deildar karla. Hann hefur verið settur á klukkan 14 á sunnudag.

Pepsi-Max deild kvenna
14:00 Selfoss-Þróttur R. (Stöð 2 Sport 3 - JÁVERK-völlurinn)
15:00 FH-Þór/KA (Kaplakrikavöllur)
17:00 Fylkir-Valur (Stöð 2 Sport 3 - Würth völlurinn)

Lengjudeild kvenna
16:00 Grótta-Völsungur (Vivaldivöllurinn)

Lengjudeild karla
14:00 Leiknir R.-Afturelding (Domusnovavöllurinn)
14:00 Leiknir F.-Víkingur Ó. (Fjarðabyggðarhöllin)
14:00 Þróttur R.-ÍBV (Eimskipsvöllurinn)
14:00 Þór-Fram (Þórsvöllur)
15:00 Grindavík-Magni (Grindavíkurvöllur)

3. deild karla
13:15 Vængir Júpiters-Höttur/Huginn (Fjölnisvöllur - Gervigras)
14:00 Álftanes-Einherji (Bessastaðavöllur)
14:00 KFG-Reynir S. (Samsungvöllurinn)
15:30 Sindri-Augnablik (Sindravellir)

4. deild karla - úrslitakeppni
14:00 Kormákur/Hvöt-ÍH (Blönduósvöllur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner