Klukkan 14.00 fara fram tveir leikir í Bestu deildinni. Á Akranesi, á ELKEM-vellinum, fer fram mjög áhugaverður slagur þar sem heimamenn, sem hafa unnið þrjá leiki í röð, taka á móti liði KR sem situr í fallsæti.
Stig skilur liðin að í 10. og 11. sæti deildarinnar. KR hefur einungis fengið eitt stig úr síðustu fjórum leikjujm og er í alvöru vandræðum.
Stig skilur liðin að í 10. og 11. sæti deildarinnar. KR hefur einungis fengið eitt stig úr síðustu fjórum leikjujm og er í alvöru vandræðum.
Engin breyting var á byrjunarliði ÍA í síðustu þremur leikjum. En Lárus Orri Sigurðsson þarf að gera allavega eina breytingu á sínu liði því fyrirliðinn Rúnar Már Sigurjónsson tekur út leikbann.
Lárus er með nokkra kosti í stöðunni en líklegast þykir að Hlynur Sævar Jónsson komi inn í liðið. Annar möguleiki er að Marko Vardic færi sig niður í hjarta varnarinnar og þá er Lárus með bæði Steinar Þorsteinsson og Guðfinn Þór Leósson sem kosti á miðjuna. Jonas Gemmer ætti einnig að vera mættur aftur eftir að hafa farið til Danmerkur vegna persónulegra ástæðna.
Það er erfiðara að rýna í lið KR. Óskar Hrafn Þorvaldsson gerði markmannsbreytingu fyrir síðasta leik, Arnar Freyr Ólafsson kom inn fyrir Halldór Snæ Georgsson. Við spáum því að Arnar verði áfram í markinu, en Óskar er allt eins líklegur til að setja Halldór aftur í markið.
Michael Akoto og Eiður Gauti Sæbjörnsson hafa verið á meiðslalistanum og spurning hvort þeir verði til taks á morgun.
Hjá KR er Amin Cosic í banni og verður því ekki með gegn ÍA. Júlíus Mar Júlíusson snýr til baka úr leikbanni og kemur inn í liðið. Við spáum því svo að Atli Hrafn Andrason byrji í stað Guðmunds Andra Tryggvasonar.
Leikir morgundagsins í Bestu deildinni
Besta-deild karla - Efri hluti
14:00 FH-Breiðablik (Kaplakrikavöllur)
Besta-deild karla - Neðri hluti
14:00 ÍA-KR (ELKEM völlurinn)
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. ÍBV | 25 | 9 | 6 | 10 | 30 - 31 | -1 | 33 |
2. KA | 25 | 9 | 6 | 10 | 36 - 45 | -9 | 33 |
3. ÍA | 25 | 10 | 1 | 14 | 35 - 45 | -10 | 31 |
4. Vestri | 25 | 8 | 4 | 13 | 24 - 38 | -14 | 28 |
5. Afturelding | 25 | 6 | 8 | 11 | 35 - 44 | -9 | 26 |
6. KR | 25 | 6 | 7 | 12 | 48 - 60 | -12 | 25 |
Athugasemdir