Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   mið 26. október 2022 23:19
Brynjar Ingi Erluson
Andri snýr aftur í Aftureldingu (Staðfest)
Lengjudeildin
Andri Freyr Jónasson er mættur aftur í Aftureldingu
Andri Freyr Jónasson er mættur aftur í Aftureldingu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Freyr Jónasson er genginn aftur til liðs við Aftureldingu frá Fjölni en hann skrifaði í kvöld undir eins árs samning við uppeldisfélagið.

Andri Freyr er 24 ára gamall og er einn af markahæstu leikmönnum Aftureldingar frá upphafi með 50 mörk í 79 leikjum í deild- og bikar.

Hann skoraði 21 mark í 18 leikjum fyrir Aftureldingu er liðið vann 2. deildina fyrir fjórum árum en gekk í raðir Fjölnis á síðasta ári og spilaði tvö tímabil með liðinu.

Andri er nú mættur aftur í uppeldisfélagið og skrifaði undir eins árs samning.

„Ég er virkilega ánægður með að vera kominn aftur heim. Hér líður mér best innan sem utan vallar. Ég er spenntur fyrir því að endurnýja farsæl kynni við þjálfarateymið og saman ætlum við okkur stóra hluti á næsta tímabili. Ég mæti fullur tilhlökkunar og hungurs komandi inn í sumarið 2023," sagði Andri Freyr við undirskrift í kvöld.

Afturelding endaði í 8. sæti Lengjudeildarinnar í sumar með 29 stig.
Athugasemdir
banner
banner