Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mið 26. október 2022 21:53
Brynjar Ingi Erluson
„Hef ekki hugmynd um hvað gerðist í lokin"
Matt Doherty skilur ekkert
Matt Doherty skilur ekkert
Mynd: EPA
Matt Doherty, leikmaður Tottenham, segist ekki skilja regluverkið lengur eftir að mark Harry Kane var dæmt af undir lok leiksins í 1-1 jafnteflinu gegn Sporting í Meistaradeildinni í kvöld.

Kane skoraði seint í uppbótaríma eftir að Emerson Royal skallaði boltann í varnarmann og þaðan fyrir Kane sem skoraði. VAR tók markið af þar sem Kane var í rangstöðu.

Leikmenn Tottenham töldu marki fullkomlega löglegt þar sem Emerson skallar boltann til baka og þaðan fór boltinn af varnarmanni og til Kane, en svo var ekki. Antonio Conte, stjóri Tottenham, missti sig eftir að markið var dæmt af og fékk rauða spjaldið í kjölfarið.

„Eins og þú sást í fagnaðarlátunum þá héldum við að sigurinn væri kominn í hús. Ég hef ekki hugmynd um hvað gerðist þarna í lokin."

„Ég hélt, að af því að sendingin var til baka og fór af varnarmanni að þá var ný sókn hafin. Ég verð eitthvað að skoða regluverkið en það eru nokkrir hérna sem hafa ekki hugmynd um hvað gerðist,"
sagði Doherty.

Tottenham er í toppsæti D-riðils með 8 stig og mætir liðið Marseille í Frakklandi í lokaumferðinni og því enn í höndum enska liðsins að komast áfram.

„Ef við eigum að vera hreinskilnir þá spiluðum við ekki vel. Þeir lokuðu á okkur í fyrri hálfleik og áttu skilið að vera yfir. Við erum samt á toppnum í riðlinum. Við vildum ekki að kvöldið myndi fara svona en þetta er enn í okkar höndum."
Athugasemdir
banner
banner
banner