Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
   mið 26. október 2022 16:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Íslendingarnir í FCK tóku þátt í því að setja met
Hákon Arnar í leik með FCK í Meistaradeildinni.
Hákon Arnar í leik með FCK í Meistaradeildinni.
Mynd: EPA
Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson voru báðir í byrjunarliði FC Kaupmannahafnar er liðið tapaði gegn Sevilla í riðakeppni Meistaradeildarinnar í gær..

Þeir tóku þátt í því að setja met því aldrei hefur liðið verið með eins marga táninga í byrjun leiks í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

FCK varð fyrsta félagið til að byrja með sex táninga eða meira í leik í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Þá kom sóknarmaðurinn Orri Steinn Óskarsson inn á sem varamaður í leiknum.

Orri varð jafnframt yngstur Íslendinga til að spila í keppninni en hann er 18 ára og 57 daga gamall. Orri Steinn er U21 landsliðsmaður Íslands og fór í unglingastarf FCK 2020, frá uppeldisfélagi sínu Gróttu. Faðir hans er Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner