Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   mið 26. október 2022 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Útskýrir af hverju hann gaf ekki kost á sér í landsliðið - „Smá eftirsjá"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Júlíus Magnússon kom til greina í landsliðshópinn sem fer í næstu viku í verkefni til Dúbaí og Seúl og spilar vináttuleiki við Sádí-Arabíu og Suður-Kóreu. Júlíus var einn af leikmönnunum sem gáfu ekki kost á sér í verkefnið.

Eftir leikinn gegn KR á mánudag var Júlíus spurður út í landsliðið.

„Þegar ég var spurður var ég meiddur á mjöðm og var kannski svolítið svartsýnn um það þá. Ég var meiddur þá og það var aðalástæðan. Ég sá ekki alveg fyrir mér að koma til baka eins og ég er að gera núna. Annars eru líka fleiri ástæður sem spila inn í og ég taldi betra að draga mig úr því," sagði Júlíus.

„Það var mjög erfitt að neita kallinu. Það er kannski smá eftirsjá í því, sérstaklega þegar maður er kominn aftur út á völlinn og farinn að spila 90 mínútur. Maður á ekki að sjá eftir neinu, bara að horfa fram á við."

Júlíus, sem er 24 ára djúpur miðjumaður, er fyrirliði Víkings og lék fyrr á árinu sinn fyrsta A-landsleik þegar hann kom inn á sem varamaður undir lok leiks í vináttuleik gegn San Marínó.
Júlli Magg: Því miður þá er þetta búið að vera nokkrum sinnum svona í sumar
Athugasemdir
banner
banner
banner