Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
   mið 26. október 2022 15:30
Elvar Geir Magnússon
Zidane bíður eftir franska landsliðsþjálfarastólnum
Zinedine Zidane vonast eftir því að verða næsti landsliðsþjálfari Frakklands. Þetta fullyrðir hans gamli liðsfélagi, Thierry Henry.

Zidane var lykilmaður í franska landsliðinu sem vann HM 1998. Hann hefur verið án þjálfarastarfs síðan hann yfirgaf Real Madrid í maí 2021.

Hann gerði Real Madrid tvívegis að spænskum meistara og vann Meistaradeildina þrívegis sem stjóri liðsins.

Nafn hans kemur reglulega upp þegar stór félög eru í þjálfaraleit og hann hefur sterklega verið orðaður við Paris Saint-Germain.

Talið er að Didier Deschamps gæti hætt sem þjálfari Frakklands eftir HM í Katar og Henry segir Zidane sé að bíða eftir því starfi.

„Ég kemur aftur rétt bráðum. Þið þurfið aðeins að bíða. Ég er ekki langt frá því að byrja aftur í þjálfun," sagði Zidane nýlega við franska miðilinn RMC Sport.

Juventus er fallið úr leik í Meistaradeildinni og staða Massimiliano Allegri mikið í umræðunni. Henry var spurður að því hvort hann gæti séð Zidane taka við Juve.

„Ég held ekki, ég tel að hann sé að bíða eftir landsliðsþjálfarastarfinu. Ég held að það sé eina starfið sem hann sé að horfa til, verða landsliðsþjálfari Frakklands," segir Henry.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner