Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 26. nóvember 2019 16:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Í aðalliði Man Utd 12 mánuðum eftir að hann hóf lyfjameðferð
Max Taylor.
Max Taylor.
Mynd: Getty Images
Max Taylor er í fyrsta sinn hluti af aðalliðshópi Manchester United fyrir leikinn gegn Astana í Evrópudeildinni á fimmtudag. Hann mun ferðast með liðinu til Kasakstan.

Saga hins 19 ára gamla Taylor er mögnuð. Fyrir um 12 mánuðum síðan hóf hann lyfjameðferð vegna eistnakrabbameins. Hann brást vel við lyfjameðferðinni og byrjaði aftur að æfa í september.

Hann hefur verið að spila með U23 liði United og gæti fengið tækifæri með aðalliðinu á fimmtudaginn.

Manchester United er nú þegar komið áfram í Evrópudeildinni og Ole Gunnar Solskjær ætlar að skilja lykilmenn eftir heima á Englandi. Hann tekur unga leikmenn með til Kasakstan.

Nicky Butt fer með Solskjær til Kasakstan en hann tók í sumar við nýju starfi hjá United þar sem hann er yfirmaður yfir ungum leikmönnum sem eru að koma upp í aðalliðið.

Kieron McKenna og Michael Carrick, sem eru í þjálfaraliði Solskjær, verða hins vegar ekki með í leiknum gegn Astana. Þeir verða eftir heima í Manchester og sjá um æfingar og undirbúa leikmenn fyrir leikinn geng Aston Villa á sunnudaginn.

Manchester Evening News hefur birt hópinn sem fer til Kasakstan.

Hópurinn: Lee Grant, Matej Kovar, Max Taylor, Luke Shaw, Axel Tuanzebe, Dylan Levitt, Teden Mengi, DiShon Bernard, Largie Ramazani, Ethan Laird, Ethan Galbraith, Arnau Puigmal, D'Mani Bughail-Mellor, James Garner, Jesse Lingard, Tahith Chong, Angel Gomes, Mason Greenwood.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner