Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   þri 26. nóvember 2019 22:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lewandowski skoraði fljótustu fernu Meistaradeildarinnar
Magnaður gæi.
Magnaður gæi.
Mynd: Getty Images
Hann hættir ekki að skora. Pólski framherjinn Robert Lewandowski skoraði í kvöld fernu þegar Bayern München vann 6-0 sigur á Rauðu stjörnunni frá Serbíu og tryggði sér sigur í B-riðli Meistaradeildarinnar.

Lewandowski skoraði sitt fyrsta mark á 53. mínútu úr vítaspyrnu, og það fjórða og síðasta á 67. mínútu; öll fjögur mörkin komu á 14 mínútum.

Allt í allt skoraði hann mörkin fjögur á 14 mínútum og 31 sekúndu.

Opta segir frá því að þetta sé fljótasta ferna sem skoruð hefur verið í sögu Meistaradeildarinnar.

Lewandowski er þá aðeins annar leikmaðurinn í sögunni sem nær að skora 4+ mörk í Meistaradeildarleik oftar en einu sinni. Hinn leikmaðurinn er Lionel Messi.

Lewandowski þekkir það vel að vera fjótur að skora fjölda mark. Árið 2015 skoraði hann fimm mörk á níu mínútum í leik í þýsku úrvalsdeildinni.

Pólski sóknarmaðurinn, sem er 31 árs, hefur verið sjóðheitur á þessu tímabili og skorað 27 mörk í 20 leikjum í öllum keppnum.


Athugasemdir
banner
banner
banner