
Argentina 2 - 0 Mexico
1-0 Lionel Andres Messi ('64 )
2-0 Enzo Fernandez ('87 )
Argentína er komið á blað eftir frábæran sigur á Mexíkó í kvöld.
Það var rosaleg barátta í mexíkóska liðinu í fyrri hálfleik. Það voru fimm breytingar á liði Argentínu frá 2-1 tapinu óvænta gegn Sádí Arabíu en liðinu gekk illa að sakapa sér færi.
Það var ekki fyrr en eftir rúmlega klukkutíma leik sem ísinn brotnaði. Messi fékk boltann fyrir utan teiginn og tók eina snertingu og lét svo vaða á markið og skoraði.
Enzo Fernandez gulltryggði sigurinn með stórkostlegu marki. Hann fékk boltann frá Messi á vinstri kanntinum og tók einn varnarmann Mexíkó á og snéri boltanum framhjá Guilerme Ochoa í marki Mexíkó.
Með sigrinum komst Argentína í 2. sæti riðilsins. Mexíkó á botninum með 1 stig.
Stimplað og þinglýst 2-0 Argentína. Vá Fernandez! pic.twitter.com/r1APPl68hy
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 26, 2022