Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   sun 26. nóvember 2023 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Havertz: Ég reyndi að leggja egó-ið til hliðar
Kai Havertz
Kai Havertz
Mynd: EPA
Þungu fargi var létt af þýska framherjanum Kai Havertz er hann skoraði sigurmarkið í 1-0 sigri Arsenal á Brentford í Lundúnum í gær.

Havertz hefur mátt þola töluverða gagnrýni fyrir nýtingu færa á þessu tímabili, en hann var aðeins með eitt deildarmark fyrir leikinn gegn Brentford.

Hann átti í svipuðum vandræðum með Chelsea á síðasta tímabili og tók það greinilega með sér til þeirra rauðklæddu í Lundúnum.

Þjóðverjinn var hetjan í gær og þakkaði hann stuðningsmönnum Arsenal innilega fyrir að styðja við bakið á sér.

„Í dag tókst það og það borgaði sig. Ég er bara ánægður að hafa náð í það fyrir liðið,“ sagði Havertz.

„Þetta var frábært mark og geggjuð sending. Við æfum þetta oft og þeir Bukayo Saka og Martin Ödegaard elska að spila þessum boltum.“

„Þetta er stanslaus vinna. Ekkert kemur að sjálfu sér og maður verður að vinna fyrir hlutunum og hafa trú. Ég reyndi að setja egó-ið til hliðar því liðið er það mikilvægasta.“

„Ég er þeim afar þakklátur. Það er erfitt þegar nýr leikmaður kemur og félagið greiðir mikinn pening fyrir mann. Ég er bara þakklátur að þeir styðji áfram við bakið á mér,“
sagði Havertz.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner