Jamie Vardy, framherji Leicester City, skoraði bæði mörk liðsins í 2-0 sigrinum á Watford í ensku B-deildinni í gær.
Vardy hefur gert sex mörk í sautján deildarleikjum á þessu tímabili en var afar ósáttur við sjálfan sig er hann fékk dauðafæri til þess að skora í leiknum.
Englendingurinn fékk boltann á fjærstönginni fyrir nánast opnu marki en hitti hann illa. Vardy refsaði sjálfum sér fyrir að klúðra þessu færi og tók upp á því að kýla sjálfan sig.
Leicester hafði greinilega gaman af þessu uppátæki og birti myndband af því á samfélagsmiðlum eins og má sjá hér fyrir neðan.
The magic t?o?u?c?h? punch ???? ???? pic.twitter.com/ah2KrvHwwm
— Leicester City (@LCFC) November 25, 2023
Athugasemdir