Liverpool og Man Utd fylgjast með þróun mála hjá Vinícius - Liverpool hefur átt í viðræðum um Antoine Semenyo - Gallagher eftirsóttur
   mið 26. nóvember 2025 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Æfingaleikur: ÍR vann í fyrsta leik Ívans í rúmlega 600 daga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍR fékk Grindavík í heimsókn í Breiðholtið um síðustu helgi en liðin spiluðu æfingaleik.

Heimamenn unnu öruggan 4-0 sigur og það voru góðar fréttir fyrir liðið að Ívan Óli Santos kom við sögu í fyrsta sinn í 645 daga.

Hann spilaði með ÍR í 2. deild árið 2023 á láni frá Gróttu og skoraði tíu mörk í tíu leikjum. Hann gekk alfarið til liðs við ÍR síðasta vetur en hefur ekkert getað spilað fyrr en nú vegna meiðsla.

Hann gerði sér lítið fyrir og skoraði tvennu í leiknum.


Athugasemdir
banner