Knattspyrnudeild ÍR hefur gengið frá félagaskiptum Halldórs Atla Kristjánssonar frá Augnabliki en hann var kynntur hjá Breiðhyltingum í kvöld.
Halldór Atli er 22 ára gamall og miðvörður að upplagi, en hann hefur spilað síðustu fjögur ár hjá Augnabliki við góðan orðstír.
Varnarmaðurinn hefur samtals spilað 99 leiki og skoraði 16 mörk í öllum keppnum á Íslandi.
Hann er tengdur ÍR tilfinningaböndum enda spilaði faðir hans, Kristján Halldórsson, með liðinu og var fyrirliði þess er það spilaði í efstu deild árið 1998.
Halldór er uppalinn í Breiðabliki og lék einnig með Smára, en hann gerði tveggja ára samning við ÍR-inga sem höfnuðu í 6. sæti Lengjudeildarinnar á nýafstöðnu tímabili.
Lengjudeild karla
| Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1. Þór | 22 | 14 | 3 | 5 | 51 - 31 | +20 | 45 |
| 2. Njarðvík | 22 | 12 | 7 | 3 | 50 - 25 | +25 | 43 |
| 3. Þróttur R. | 22 | 12 | 5 | 5 | 43 - 37 | +6 | 41 |
| 4. HK | 22 | 12 | 4 | 6 | 46 - 29 | +17 | 40 |
| 5. Keflavík | 22 | 11 | 4 | 7 | 53 - 39 | +14 | 37 |
| 6. ÍR | 22 | 10 | 7 | 5 | 38 - 27 | +11 | 37 |
| 7. Völsungur | 22 | 7 | 4 | 11 | 36 - 52 | -16 | 25 |
| 8. Fylkir | 22 | 6 | 5 | 11 | 34 - 32 | +2 | 23 |
| 9. Leiknir R. | 22 | 6 | 5 | 11 | 24 - 40 | -16 | 23 |
| 10. Grindavík | 22 | 6 | 3 | 13 | 38 - 61 | -23 | 21 |
| 11. Selfoss | 22 | 6 | 1 | 15 | 25 - 44 | -19 | 19 |
| 12. Fjölnir | 22 | 3 | 6 | 13 | 32 - 53 | -21 | 15 |
Athugasemdir



