Franski sóknarmaðurinn Kylian Mbappe er kominn með þrennu fyrir Real Madrid gegn Olympiakos í Meistaradeildinni, sem er sú önnur fljótasta í sögu keppninnar.
Madrídingar lentu óvænt undir gegn Olympiakos í Aþenu, en Mbappe var ekki lengi að svara.
Hann jafnaði metin á 22. mínútu og náði að snúa taflinu við tveimur mínútum síðar. Á 29. mínútu fullkomnaði hann þrennu sína, en það tók hann aðeins 6 mínútur og 42 sekúndur að gera mörkin þrjú.
Þetta er önnur fljótasta þrenna í sögu keppninnar á eftir þrennu Mohamed Salah gegn Rangers árið 2022. Salah skoraði hana á 6 mínútum og 12 sekúndum.
???? Kylian Mbappe just scored the second FASTEST hattrick in UEFA Champions League history.
— Madrid Zone (@theMadridZone) November 26, 2025
Mo Salah vs Rangers (6 mins 12s)
Mbappé vs Olympiacos (6 mins 42s)
Bafetimbi Gomis vs Zagreb (8 mins 49s) pic.twitter.com/ksmzndpCMf
Athugasemdir


