Arsenal á eftir miðjumanni Elche - Roma vill fá Zirkzee lánaðan - City gæti blandað sér í baráttuna um Semenyo
   mið 26. nóvember 2025 10:23
Elvar Geir Magnússon
„Óþekkjanlegir“ - Barcelona fær útreið í spænsku pressunni
Óþekkjanlegir.
Óþekkjanlegir.
Mynd: Mundo Deportivo
Spænskir fjölmiðlar veita Barcelona engan afslátt eftir 3-0 tapið á Stamford Bridge í gær. Chelsea komst yfir með sjálfsmarki Jules Kounde áður en Ronaldo Araujo fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Eftir það var þetta létt verk og löðurmannlegt fyrir Chelsea. „Óþekkjanlegir“ var fyrirsögnin framan á Mundo Deportivo sem segir að Chelsea hefði hæglega getað unnið með meiri mun.

AS var með fyrirsögnina „Martröð“ og segir að Barcelona hafi sjálft skapað eigin vandræði. Börsungar eru í fimmtánda sæti Meistaradeildarinnar eftir þennan skell.

Sport tekur í sama streng og hin blöðin og segir það áhyggjuefni að Hansi Flick og hans menn hafi ekki átt nein svör. Ungstirnið Lamine Yamal fær falleinkunn í blaðinu, 4 af 10. Marcus Rashford, sem kom inn af bekknum, fær sömu einkunn.

Robert Lewandowski, Andreas Christensen, Eric Garcia, Pau Cubarsi, og Frenkie de Jong fengu líka 4 af 10 og sagt að þeir hafi einfaldlega verið fjarverandi. Araujo fékk þó lægstu einkunnina, 3 af 10.
Athugasemdir
banner
banner
banner