Arsenal á eftir miðjumanni Elche - Roma vill fá Zirkzee lánaðan - City gæti blandað sér í baráttuna um Semenyo
   mið 26. nóvember 2025 23:03
Brynjar Ingi Erluson
Slot óttast ekki að vera rekinn - „Finn fyrir trausti“
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Arne Slot, stjóri Liverpool, óttast ekki að missa starf sitt þrátt fyrir að hafa tapað níunda leiknum á tímabilinu, en hann segist finna fyrir miklu trausti frá stjórninni.

Liverpool tapaði fyrir PSV, 4-1, á Anfield í kvöld, en þetta var þriðji leikurinn í röð þar sem liðið tapar með þriggja marka mun.

Hollendingurinn var ánægður með ýmislegt í leiknum gegn PSV, en að í síðari hálfleik hafi allt hrunið.

„Ég hef fengið sömu spurningarnar síðustu vikur og tilfinningin er áfram mjög neikvæð og bara almenn vonbrigði.“

„Ég verð að vera jákvæður og sérstaklega eftir viðbrögðin eftir að við lendum 1-0 undir því fram að hálfleik vorum við að spila mjög vel. Eftir enn ein vonbrigðin komum við til baka og fannst við fá nógu mörg færi og gátum mögulega komist 2-1 yfir, en ég held að enginn hafi búist við því að við myndum tapa þessum leik 4-1,“
sagði Slot.

Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, fékk dæmda sig á vítaspyrnu þegar hann handlék boltann í teignum, en Hollendingurinn vildi fá aukaspyrnu á leikmann PSV í aðdragandanum.

„Ég held að hann hafi fengið smávægilega hrindingu. Það kom honum úr jafnvægi og þess vegna lyfti hann upp höndinni og handlék boltann. Ég held að VAR hefði aldrei skipt um skoðun eftir svona smávægilega hrindingu,“ sagði Slot.

Slot segir að liðið verði að komast í gegnum þennan dimma dal sem það gengur nú um.

„Eina leiðin er að komast í gegnum þetta og þegar ég segi það þá meina ég að við verðum að átta okkur á stöðunni og berjast af krafti.

„Við erum með tilhneigingu fyrir því að þegar við fáum á okkur mark þá kemur þessi tilfinning eða ég finn alla vega fyrir henni og ég held að leikmenn og stuðningsmenn geri það líka. Það væri notalegt að losna við það.“

„Maður býst ekki við því að fara inn í hálfleikinn í stöðunni 1-1, heldur er maður að búast við að vera yfir. Í stað þess að vera yfir í hálfleik þá fáum við á okkur mark fimm eða tíu mínútum í byrjun seinni. Það er mjög erfitt,“
sagði Slot.

Hollendingurinn segist öruggur í starfi og að hann njóti stuðnings frá stjórninni.

„Hingað til hefur mér liðið öruggum. Ég fæ mikinn stuðning frá stjórninni og það væri notalegt að geta snúið gengi liðsins við og náð í sigur, en þessi hávaði er hluti af því að vera þjálfari ef þú ert ekki að standa þig.“

„Þau hafa verið hjálpleg, bæði mér og liðinu. Við eigum þessi samtöl, en þeir hringja ekki í mig á hverri sekúndu til að segja mér að þau treysti mér. Þegar við eigum þessi samtöl þá finn ég fyrir traustim en ég hef ekki talað við þau eftir þennan leik þannig sjá um hvað setur,“
sagði Slot.
Athugasemdir
banner
banner