Arsenal á eftir miðjumanni Elche - Roma vill fá Zirkzee lánaðan - City gæti blandað sér í baráttuna um Semenyo
   mið 26. nóvember 2025 22:50
Brynjar Ingi Erluson
Talar hreint út um frammistöðu Liverpool - „Við erum í skítnum“
Curtis Jones
Curtis Jones
Mynd: EPA
Miðjumaðurinn Curtis Jones var vonsvikinn eftir 4-1 tap Liverpool gegn PSV í Meistaradeild Evrópu í kvöld, en hann segir liðið á mjög slæmum stað.

Liverpool var að tapa níunda leiknum í öllum keppnum og allt í molum hjá Englandsmeisturunum.

Í kvöld heimsótti PSV þá rauðu á Anfield og báru sigur af hólmi sem var þriðja tap Liverpool í röð.

„Þetta er óásættanlegt. Ég er eiginlega orðlaus og kominn yfir þessa reiði og sorg. Maður er bara orðlaus. Ég er leikmaður og stuðningsmaður og hef aldrei upplifað liðið spila eins illa og það er að gera núna.“

„Eins og staðan er núna erum við í skítnum, en því þarf að breyta,“
sagði Jones.
Athugasemdir
banner
banner