Arsenal á eftir miðjumanni Elche - Roma vill fá Zirkzee lánaðan - City gæti blandað sér í baráttuna um Semenyo
banner
   mið 26. nóvember 2025 11:15
Elvar Geir Magnússon
Thomas Frank kemur sjálfum sér til varnar - „1000% viss“
Thomas Frank kemur sjálfum sér til varnar.
Thomas Frank kemur sjálfum sér til varnar.
Mynd: EPA
Thomas Frank, stjóri Tottenham, hefur komið sjálfum sér til varnar og segist algjörlega sannfærður um hæfileika sína til að endyrbyggja félagið og leiða það til velgengni. Frank fær harða gagnrýni eftir 4-1 skellinn í grannaslagnum gegn Arsenal á sunnudag.

Tottenham hefur aðeins unnið þrjá af ellefu leikjum í öllum keppnum síðan í lok september og ýmsar efasemdarraddir að heyrast.

Í kvöld er komið að leik gegn PSG og svo eru framundan leikir gegn Fulham (heima) og Newcastle (úti) áður en komið er að leik gegn Brentford (heima).

„Hluti af því að taka að mér starfið var að glíma við áskoranir. Hluti af því er að takast á við erfiða kafla, læra og halda áfram. Eitt sem ég er 1000% viss um er að ég veit hvernig á að byggja upp lið, ég veit hvernig á að byggja upp félag og ég mun gera það," segir Frank.

„Stóra málið er hvernig við lærum af slæmu köflunum. Þá getum við séð hvernig við bregðumst sem lið við því að lenda endir. Bestu liðin halda alltaf áfram, halda áfram að hlaupa, halda áfram að reyna það sama."

Það er ekkert nýtt að frétta af meiðslamálum Tottenham eftir leikinn gegn Arsenal en Brennan Johnson tekur út leikbann og verður ekki með í kvöld, eftir rauða spjaldið sem hann fékk gegn FCK.
Athugasemdir
banner
banner