Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 27. janúar 2020 21:35
Aksentije Milisic
Solskjær við markvörð Tranmere: Takk fyrir að gíra okkur upp
Úr leiknum á sunnudaginn.
Úr leiknum á sunnudaginn.
Mynd: Getty Images
Manchester United heimsótti Tranmere Rovers í FA bikarnum í gær. Leikurinn endaði með öruggum sigri gestanna en lokatölur urðu 0-6.

Markvörður Tranmere, hinn 32 ára gamli Scott Davies, er mikill stuðningsmaður Manchester City og var hann í viðtali fyrir leikinn þar sem hann talaði um United og hversu mikilvægt það væri fyrir sig að fara spila gegn liðinu.

„Þeir litu alltaf niður á Manchester City en núna hefur það breyst. Ef mitt lið getur strítt þeim í leiknum um helgina, þá væri það frábært," sagði Davies fyrir leikinn.

„Ég var á 6-1 leiknum og það voru 40 þúsund auð sæti á vellinum. Þetta var frábær dagur fyrir mig og föður minn, sem hefur farið á völlinn í um 30 ár. Það er mikill hatur út í Man Utd í minni fjölskyldu."

Því miður fyrir Davies og félaga þá fór leikurinn illa fyrir Tranmere og þá gaf Davies einnig klaufalega vítaspyrnu fyrir gestina. Samkvæmt Mirror þá hittust Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, og Davies fyrir utan klefann eftir leik og var Ole með smá skilaboð til kappanns.

„Takk fyrir að gíra okkur liðið og stuðningsmennina vel upp fyrir leikinn," á Ole að hafa sagt og virðist sem að hann hafi ekki verið alltof hrifinn af ummælum Davies fyrir leik.






Athugasemdir
banner
banner