Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 27. janúar 2021 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sú markahæsta bíður aðeins með að fara út
Agla María Albertsdóttir.
Agla María Albertsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik hefur misst marga lykilmenn úr liði sínu sem vann Pepsi Max-deild kvenna á síðasta tímabili.

Alexandra Jóhannsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir sömdu allar í Þýskalandi. Alexandra gekk í raðir Frankfurt, Karólína fór til Bayern München og Sveindís samdi við Wolfsburg en fer fyrst á láni til Kristianstad í Svíþjóð. Þá er Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir farin til Frakklands og Sonný Lára Þráinsdóttir búin að leggja skóna á hilluna eftir að síðasta tímabili lauk.

Agla María Albertsdóttir átti stórkostlegt tímabil og var markahæst í Pepsi Max-deildinni ásamt Sveindísi. Hún er 21 árs gömul en er ekki á leið erlendis strax.

Í samtali við Fréttablaðið segist Agla vera að klára háskólanám og hún muni hugsa um næsta skref eftir næsta tímabil.

„Ég hef það gott hjá Breiðabliki og hef í raun ekki enn verið að leitast eftir því að fara út. Ég er samningsbundin út þetta tímabil og ég geri ráð fyrir að skoða mína möguleika betur næsta haust. Að fara út í atvinnumennsku er skref sem ég ætla mér að taka á einhverjum tímapunkti," sagði Agla.
Athugasemdir
banner
banner
banner