Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 27. janúar 2022 21:58
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Solskjær sá dóttur sína skora fyrir Man Utd
Mynd: EPA
Ole Gunnar Solskjær fyrrum stjóri Manchester United var rekinn frá félaginu í lok nóvember á síðasta ári eftir slakt gengi. Hann hafði stýrt liðinu frá 2018.

Stuttu eftir að hann tók við liðinu gekk dóttir hans, Karna Solskjær, til liðs við kvennalið félagsins. Hún er 18 ára gömul og hefur leikið með undir 21 árs liði félagsins.

Ole Gunnar fór Manchester til að fylgjast með dóttur sinni spila gegn u21 árs liði Aston Villa í undanúrslitum í bikar í gærkvöldi. Manchester United vann leikinn 5-0 og Karna skoraði eitt mark.

Ole Gunnar sagði eftir að hann var látinn fara frá United að hann hlakkaði mikið til að eyða góðum tíma með fjölskyldunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner