Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 27. janúar 2023 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dyche verði ráðinn stjóri Everton síðar í dag
Sean Dyche.
Sean Dyche.
Mynd: Getty Images
Samkvæmt heimildum Sky Sports þá verður Sean Dyche ráðinn nýr stjóri Everton í dag.

Frank Lampard var rekinn úr starfinu fyrr í þessari viku eftir að liðinu hafði aðeins tekist að vinna einn af síðustu 14 leikjum sínum.

Dyche ræddi við Everton í gær, líkt og Marcelo Bielsa, en það er núna búist við því að Dyche taki við eftir að Bielsa gaf félaginu afsvar.

Bielsa þótti mjög dýr fyrir félagið en hann var fyrsti kostur í starfið. Everton vill fá stjóra sem er með reynslu úr ensku úrvalsdeildinni og er félagið því núna að leita til Dyche.

Dyche var síðast stjóri Burnley frá 2012 til 2022. Hann gerði afskaplega fína hluti með Burnley og verður hans fyrsta markmið að halda Everton uppi í deild þeirra bestu. Everton situr sem stendur í 19. sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner