Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 27. janúar 2023 17:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Eggert harkaði sig brotinn í gegnum landsliðsverkefni
Eggert Aron.
Eggert Aron.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eggert Aron Guðmundsson hefur glímt við meiðsli frá því síðasta tímabili lauk. Hann meiddist í lokaleik Stjörnunnar í Bestu deildinni, braut bein í ökklanum.

Hann vissi þá að um tvær vikur væru í mikilvæga leiki með U19 landsliðinu og þá leiki vildi hann spila. Hann fór svo í aðgerð um miðjan desember til að láta laga brotið. Hann segir í samtali við Fótbolta.net í dag að hann ætti að verða klár aftur í slaginn í byrjun mars en þá verður hann búinn að missa út talsvert af undirbúningstímabilinu.

„Ég rann illa í grasinu og fann að það gerðist eitthvað í ökklanum. Ég vildi klára U19 leikina í nóvember og fór svo í aðgerð um miðjan desember," sagði Eggert.

Eggert, sem fæddur er árið 2004, var í lykilhlutverki hjá Stjörnunni í fyrra og kom við sögu í 25 af 27 deildarleikjum liðsins.

Leikirnir sem Eggert spilaði með U19 voru leikir í undankeppni fyrir EM 2023. Eggert spilaði í sigrum gegn Skotlandi og Kasakstan en var ónotaður varamaður í tapleiknum gegn Frakklandi.

U19 landsliðið tryggði sér með sigrunum tveimur sæti í milliriðli. Ísland mætir Tyrklandi, Englandi og Ungverjalandi í milliriðlinum sem fram fer á Englandi í lok mars.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner