Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 27. janúar 2023 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland um helgina - Gífurleg spenna í Reykjavíkurmótinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það eru níu leikir á dagskrá á undirbúningsmótum fyrir íslenska keppnistímabilið yfir helgina og hefst veislan strax í kvöld þegar þrír leikir fara fram í Reykjavíkurmóti kvenna.


Þar eigast Fylkir og Valur við í úrslitaleik A-riðils áður en Fjölnir tekur á móti Þrótti R. í úrslitaleik B-riðilsins.

Liðin sem hafa betur í leikjum kvöldsins mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins.

Á morgun, laugardag, á KR leik við ÍR í Reykjavíkurmóti karla á meðan Fylkir tekur á móti Víkingi R. Liðin leika öll í gífurlega spennandi A-riðli þar sem allir eru jafnir með þrjú stig fyrir lokaumferðina.

Víkingur R. er í efsta sæti á markatölu með +1 og Fylkir því neðsta með -1. Ótrúlega spennandi lokaumferð í A-riðli þar sem sigurvegarinn mun mæta Fram í úrslitaleik.

Til gamans má geta að KR og ÍR eigast bæði við í karla- og kvennaflokki Reykjavíkurmótsins á morgun. Karlarnir spila á KR-velli en konurnar í Egilshöll.

Þá eru einnig leikir á dagskrá á Kjarnafæðismótinu á Akureyri þar sem KA og Þór munu mætast í úrslitaleiknum líkt og áður.

Föstudagur:
Reykjavíkurmót kvenna - A-riðill
19:00 Víkingur R.-Fram (Víkingsvöllur)
19:00 Fylkir-Valur (Würth völlurinn)

Reykjavíkurmót kvenna - B-riðill
20:00 Fjölnir-Þróttur R. (Egilshöll)

Laugardagur
Reykjavíkurmót karla - A-riðill
14:00 KR-ÍR (KR-völlur)
14:00 Fylkir-Víkingur R. (Würth völlurinn)

Reykjavíkurmót kvenna - B-riðill
18:00 KR-ÍR (Egilshöll)

Þungavigtarbikarinn - úrslitaleikur um 3. sæti:
12:00 Stjarnan - Keflavík

Kjarnafæðismótið - Karla: A-deild, riðill 1
19:00 Dalvík/Reynir-Þór 2 (Boginn)

Kjarnafæðismótið - Karla: A-deild, riðill 2
17:00 KFA-KF (Boginn)

Sunnudagur:
Kjarnafæðismótið - Kvenna
15:00 Völsungur-Þór/KA (Boginn)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner