Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 27. janúar 2023 23:10
Ívan Guðjón Baldursson
Mynd: Morata svaraði rottusöngvunum
Morata fagnaði opnunarmarkinu í gærkvöldi.
Morata fagnaði opnunarmarkinu í gærkvöldi.
Mynd: internetið

Spænski sóknarmaðurinn Alvaro Morata er alinn upp hjá Atletico Madrid en skipti yfir til Real Madrid aðeins 15 ára gamall og hóf atvinnumannaferilinn hjá félaginu.


Það fór ekki vel í stuðningsmenn Real þegar Morata ákvað að skipta aftur til Atletico nokkrum árum eftir brottfluttning frá Madríd. Stuðningsmenn Real tala um Morata sem rottu og eru til ýmsir niðrandi stuðningsmannasöngvar sem beinast að sóknarmanninum.

Öll þessi neikvæðni virðist ekki hafa sérlega slæm áhrif á Morata enda skoraði hann fyrsta mark leiksins er Atletico heimsótti Real í 8-liða úrslitum spænska Konungsbikarsins í gærkvöldi.

Morata fagnaði markinu skemmtilega, eða með því að hylja part af ættarnafni sínu sem er aftan á treyjunni hjá Atletico. Hann setti putta yfir fyrsta stafinn í nafninu og þá varð bara eftir 'orata'. Hann ætlaði líklega að hylja o-ið líka en þá hefði staðið eftir 'rata' sem þýðir rotta á spænsku.


Athugasemdir
banner
banner
banner